Liðið :), skipað nemendum úr Menntaskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sigraði í forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um liðna helgi. Í ár tóku þátt 58 lið skipuð 135 keppendum úr þrettán framhaldsskólum. Vegna kórónuveirunnar fór keppnin alfarið fram á netinu, sem kom ekki að sök eins og liggur í hlutarins eðli.
:) skipa þeir Elvar Árni Bjarnason, Samúel Arnar Hafsteinsson og Benedikt Vilji Magnússon og fá þeir meðal annars í verðlaun að skólagjöld þeirra verða niðurfelld, kjósi þeir að stunda háskólanám við Háskólann í Reykjavík að framhaldsskóla loknum.
Keppendur sóttu sérmerkta boli og snarl í HR, til að gæða sér á meðan á keppninni stóð, en starfsmenn afhentu varninginn beint í bíla keppenda fyrir utan skólabygginguna, allt í nafni ábyrgra sóttvarna.
Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:
Alpha-deild
1. sæti
:) - Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Elvar Árni Bjarnason, Samúel Arnar Hafsteinsson, Benedikt Vilji Magnússon
2.sæti
The good, the bad and the lucky – Tækniskólinn
Arnór Friðriksson, Tristan Pétur Andersen Njálsson og Kristinn Vikar Jónsson
3.sæti
Pizza Time – Tækniskólinn
Tómas Orri Arnarsson, Jón Bjarki Gíslason, Serik Ólafur Ásgeirsson
Beta-deild
1. sæti
MMM – Verzlunarskóli Íslands
Gunnlaugur Eiður Björgvinsson, Róbert Híram Ágústsson
2. sæti
E³ – Tækniskólinn
Einar Darri, Egill Ari, Elías Hrafn
3. sæti
„Æi, getur þú valið nafnið“ – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Ingvar Óli Ögmundsson, Brynjar Haraldsson
Delta-deild
1. sæti
DAD – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Axel Snær Ammendrup Atlason, Daníel Snær Halldórsson, Daníel George Þórarinsson
2.sæti
Netþjónarnir – Tækniskólinn
Bjartur Sigurjónsson, Daníel Stefán T. Valdimarsson
3. sæti
Annað sæti – Tækniskólinn
Sigþór Atli Sverrisson, Bjarni Hrafnkelsson, Birgir Bragi Gunnþórsson