Skúli Magnússon nýr umboðsmaður Alþingis

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon. mbl.is/Eggert

Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis til fjögurra ára í leynilegri atkvæðagreiðslu á Alþingi rétt í þessu.

49 þingmenn greiddu kjöri hans atkvæði, 4 greiddu ekki atkvæði. Ekki var hægt að greiða atkvæði á móti.

Skipunartími hans hefst 1. maí 2021 og nær til 30. apríl 2025.

Um­sækj­end­urn­ir voru: Áslaug Björg­vins­dótt­ir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, Ástráður Har­alds­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, Kjart­an Bjarni Björg­vins­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og sett­ur umboðsmaður, og Skúli Magnús­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur.

Áslaug Björg­vins­dótt­ir dró síðar til baka um­sókn sína um starfið.

Undirnefnd forsætisnefndar og ráðgjafarnefnd 

Und­ir­nefnd for­sæt­is­nefnd­ar, skipuð Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, Guðjóni S. Brjáns­syni, fyrsta vara­for­seta, og Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur, sjötta vara­for­seta, skipaði ráðgjaf­ar­nefnd­, sem var und­ir­nefnd­inni inn­an hand­ar við að gera til­lög­ur til for­sæt­is­nefnd­ar um hver skyldi val­inn. 

Eft­ir­tald­ir sér­fræðing­ar skipuðu ráðgjaf­ar­nefnd­ina: Helgi I. Jóns­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sem var jafn­framt formaður nefnd­ar­inn­ar, Her­dís Pála Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands. Starfsmaður nefnd­ar­inn­ar var Heiðrún Páls­dótt­ir, rit­ari for­seta Alþing­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert