Stór gufustrókur frá gossvæðinu

Gufustrókurinn hefur vakið athygli.
Gufustrókurinn hefur vakið athygli. mbl.is/hj

Stóran gufustrók leggur frá gossvæðinu í Geldingadölum. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur segir líklegt að svo vel sjáist í mökkinn vegna veðuraðstæðna.

Gosvirkni hefur verið stöðug að undanförnu og lögðu margir leið sína að gossvæðinu í gær þegar vel viðraði en veðrið hefur gert það að verkum að höfuðborgarbúar geta fylgst með gosinu í einhverri mynd úr fjarlægð.

„Við sjáum ekki aukna virkni eða markverða breytingu,“ segir hún og bendir á að algengt sé að betur sjáist í gosmökkinn þegar heiðskírt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert