Tæp 38% búin að kjósa

Hjálmar Jónsson, núverandi formaður Blaðamannafélagsins, stígur til hliðar.
Hjálmar Jónsson, núverandi formaður Blaðamannafélagsins, stígur til hliðar. mbl.is/Hari

Nú í morgun höfðu 208 kosið í formannskjöri Blaðamannafélags Íslands en á kjörskrá eru 553 þannig að kjörsóknin er því rétt tæp 38% það sem af er. Tveir frambjóðendur eru í kjöri, Heimir Már Pétursson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir.

Hjálm­ar Jóns­son hef­ur verið formaður fé­lags­ins frá 2010 en sæk­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri.

Kjörfundur stendur til miðnættis í dag, mánudag 26. apríl, og hægt er að kjósa á meðfylgjandi hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert