Nú í morgun höfðu 208 kosið í formannskjöri Blaðamannafélags Íslands en á kjörskrá eru 553 þannig að kjörsóknin er því rétt tæp 38% það sem af er. Tveir frambjóðendur eru í kjöri, Heimir Már Pétursson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Hjálmar Jónsson hefur verið formaður félagsins frá 2010 en sækist ekki eftir endurkjöri.
Kjörfundur stendur til miðnættis í dag, mánudag 26. apríl, og hægt er að kjósa á meðfylgjandi hlekk.