Þjóðveginum lokað fyrir Óskarinn

Þjóðveginum var lokaðvegna nýja rauða dregilsins.
Þjóðveginum var lokaðvegna nýja rauða dregilsins. Ljósmynd/Sonja Sif Þórólfsdóttir

Um 50 metra kafla á þjóðvegi 85, sem liggur í gegnum miðbæ Húsavíkur, var lokað snemma á föstudagsmorgun. Var hann lokaður alla helgina og opna átti veghlutann aftur klukkan átta árdegis í dag.

Ástæða lokunarinnar var Óskarsverðlaunahátíðin en lagið Húsavík – My Home Town úr Eurovisionmynd Wills Ferrells var tilnefnt til verðlaunanna en hátíðin sjálf fór fram í nótt.

Málaður var rauður dregill á vegarkaflann og borði strengdur milli húsanna. Húsvíkingar flykktust svo að rauða dreglinum um helgina og tóku myndir af sér fyrir samfélagsmiðla. Þórólfur Jón Ingólfsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík, segir að Vegagerðin hafi samþykkt lokunina með þeim skilyrðum að viðbragðsaðilar á svæðinu samþykktu hana.

Hjáleiðin var ekki löng, ekki frekar en vegarkaflinn, og lá austur fyrir gamla kaupfélagshúsið upp á Ketilsbraut og niður aftur á Garðarsbraut, að því er fram  kemur í Morgunbaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert