16 einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 13 voru í sóttkví við greiningu en þrír utan sóttkvíar. Níu greindust við einkennasýnatöku en sex við sóttkvíarskimun. Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum.
Alls var 1.891 einstaklingur skimaður innanlands í gær og 419 á landamærunum.
Nú eru 177 í einangrun og 443 eru í sóttkví. Í skimunarsóttkví eru 917. Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19.
Alls eru 55 börn í einangrun með kórónuveiruna á Íslandi í dag og eru smitin flest meðal barna á leikskólaaldri. Eitt barn á fyrsta ári er með smit, 37 smit eru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 13 smit eru á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og fjögur í aldurshópnum 13-17 ára.
Í aldurshópnum 18-29 ára eru 25 smit, 31 smit er í aldurshópnum 30-39 ára, 33 smit eru í aldurshópnum 40-49 ára, 20 smit eru í aldurshópnum 50-59 ára, 11 meðal fólks á sjötugsaldri og tveir á áttræðisaldri eru með Covid-19.
Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga er nú 43,4 og á landamærunum 3,8.