„Ágætt að vera bjartsýnn“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru bjartsýnar tillögur og ég held að það sé ágætt að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um afléttingaráætlun stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyr­ir 20 til 200 manna fjölda­tak­mörk­un­um í byrj­un næsta mánaðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra talaði um fjórar vörður á leið til afléttingar samkomutakmarkana. Vörðurn­ar fjór­ar miðar Svandís við það þegar ákveðinn hluti Íslend­inga er bú­inn að fá að minnsta kosti fyrri sprautu gegn Covid-19; 25%, sem er staðan núna, 35% í byrj­un maí, 50% í lok maí og í lok júní þegar 75% full­orðinna eiga að hafa fengið eina sprautu.

Þórólfur segir gott að stjórnvöld hafi sína framtíðarsýn. Hans hlutverk sé eftir sem áður að taka mið af stöðu faraldursins og öðrum áhættuþáttum.

„Við erum að auka verulega þátttöku í bólusetningum og það er mjög gott. Það er ekkert að því að vera bjartsýnn á að þetta muni ganga svona eftir og svo verður bara að koma í ljós hvort það verður,“ segir Þórólfur.

Spurður hvort áætlanir stjórnvalda séu vísbending um að ekki verði hert aftur á aðgerðum innanlands segir Þórólfur ómögulegt að segja til um það.

„Ýmislegt getur gerst sem kallar á að grípa þurfi til aðgerða en við vonum að það verði ekki. Það hefur gengið mjög vel að fá bóluefni hingað, það hefur komið hraðar en við héldum og það er allt í lagi að vera bjartsýn.“

Þórólfur verður sjálfur bólusettur með bóluefni AstraZeneca í vikunni og hvetur alla til að þiggja bólusetningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert