Ársbið eftir því að komast í ríkið

Í vínbúð ÁTVR.
Í vínbúð ÁTVR. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Ég myndi kannski ekki orða það þannig að við séum sprungin en ásóknin hefur aukist mikið síðasta árið og biðin þar með lengst,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Víninnflytjendur þurfa nú að bíða í um það bil eitt ár eftir því að koma nýjum vörum í reynslusölu í Vínbúðunum.

Fyrirkomulag reynslusölu í Vínbúðunum er þannig að nýjar vörur eru skráðar og fara því næst í röð. Að jafnaði eru teknar inn 50 tegundir á mánuði. Sigrún segir að eftir að aðsóknin fór að aukast hafi verið teknar inn um 65 nýjar tegundir á mánuði. Reynslusala er í fjórum Vínbúðum; Heiðrúnu, Skútuvogi, Kringlunni og í Hafnarfirði. Ef vörur seljast vel færast þær í kjarnasölu en ef ekki er þeim skipt út að ári liðnu. Nú eru 700-800 tegundir í reynslusölu.

Sigrún Ósk segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að pláss í verslununum takmarki það hversu mikið er hægt að taka inn af nýjum vörum. „Við erum nú að reyna að leita leiða til að stytta þennan biðtíma enda viljum við ekki hafa þetta svona. Vonandi verður komin einhver lending á því í maí,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert