Fundarhlé vegna fjarveru ráðherra

Gera þurfti hlé á þingfundi í dag vegna fjarveru ráðherra …
Gera þurfti hlé á þingfundi í dag vegna fjarveru ráðherra sem áttu að vera til svara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gera þurfti hlé á fyrri þingfundi dagsins eftir fyrsta dagskrárlið, störf þingsins, í dag. 

Tilkynnti Steingrímur j. Sigfússon, forseti Alþingis, það ekki svo ánægður á svip, vegna þess að ráherrar sem til svara voru í næstu dagskrárliðum voru ekki mættir á svæðið. 

„Svo stendur á að gera verður örstutt hlé á fundinum, sökum þess að ráðherrar sem hér eiga næst að svara fyrirspurnum hafa ekki allir náð til fundarins á tilsettum tíma. Vekur það, satt best að segja enga sérstaka ánægju hjá forseta en verður ekki við því gert,“ sagði Steingrímur og frestaði þingfundi í nokkrar mínútur.

Á dagskránni var fjármögnun á styttingu vinnuvikunnar, skrifleg fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, til munnlegs svars Bjarna Benediktssonar. 

Gert var stutt hlé á þingfundi og síðan haldið í fimmta dagskrárlið, stuðning við fjölskyldur fatlaðra barna í dreifibýli, munnlega fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, til munnlegs svars Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert