Heimilt að senda hjón í sóttvarnahús

Farþegaskipið Norræna á Seyðisfirði.
Farþegaskipið Norræna á Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að sóttvarnalækni hafi verið heimilt að kveða á um skyldusóttkví hjóna sem komu til landsins með Norrænu þann 18. apríl. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag og Vísir fjallaði um málið í gær.

Málavöxtum er þannig lýst í úrskurði að hjónin hafi farið í sýnatöku á landamærastöðinni á Seyðisfirði. Í báðum tilvikum voru sýnin neikvæð. Áttu þeir þá að fara í sóttkví fram að seinni sýnatöku og hugðust gera það í sumarbústað.

Í kjölfar sýnatökunnar sagðist annar þeirra hafa glímt við þráláta sýkingu og óþægindi í nefkokinu. Þetta hafi verið afar slæmt þar sem þeir glími báðir við aðra sjúkdóma sem þeir þurfa að taka lyf við og vildu að seinni sýnatökunni yrði háttað öðruvísi en með PCR-prófi. Vegna sýkingar leitaði hinn fyrrnefndi til læknis eftir heimkomu og vottaði læknir um sigið augnlok.

Áður en þeir fóru í sumarbústaðinn hringdi lögreglumaður sem taldi annan þeirra reyna að komast undan skimun. Þá höfðu þeir komið við í apóteki. Voru þeir færðir í sóttvarnahús. Í forsendum úrskurðarins er ekki dregið í efa að ákvörðunin um vistun í sóttvarnahúsi eigi lagastoð og yfirvöld hafi ekki gengið fram með offorsi eða óbilgirni í málinu.

Fréttablaðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert