Hleðslustöðvar fyrir rafdrifna bíla eru nú komnar upp í Langadal og Húsadal í Þórsmörk, tvær á hvorum stað.
Enn þá mun lítið vera um að stærri jeppar séu rafdrifnir, en Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að von sé á öflugum rafmagnsjeppum á markað í haust eða á næsta ári og geti þeir þá fengið hleðslu hjá FÍ í Þórsmörk.
Hann segir að á góðum degi þegar lítið sé í ánum myndu reyndir menn á stærri rafdrifnum jepplingum treysta sér til að aka yfir árnar á leiðinni í Langadal, að því er fram kemur í Morgunblaðinnu í dag.