Innkalla einnig FiberHusk

Ljósmynd/Aðsend

Bridde ehf. hefur ákveðið að kalla inn af markaði allar lotur af HUSK FiberHusk til baksturs í 300 gramma pakkningum. Ástæða innköllunarinnar er grunur um salmonellu í vörunni sem er framleidd af fyrirtækinu ORKLA Health AS. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Varan var seld til eftirfarandi aðila:

Apótek Vesturlands ehf.

Lyfja lyfjaútibú Seyðisfirði

Heilsuhúsið Kringlunni

Heilsuhúsið Lágmúla (Lyfja)

Heilsuhúsið Akureyri

Gló veitingar ehf.

„Ef einhver kann að eiga þessa vöru heima hjá sér eru þeir vinsamlegast beðnir um að skila henni í þeirri verslun sem hún var keypt eða farga henni,“ segir enn fremur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert