Lokað þar til hrafnarnir eru skriðnir úr hreiðrinu

Þetta hrafnahreiður varð á vegi klifrara í Akrafjalli í dag. …
Þetta hrafnahreiður varð á vegi klifrara í Akrafjalli í dag. Þremur leiðum hefur verið lokað og klifrarar beðnir að halda sig frá hreiðrinu í bili. Ljósmynd/Klifurhúsið

Nokkrar klifurleiðir í Akrafjalli eru nú lokaðar vegna þess sem er talið vera laupur í nyrðri hluta línuklifursvæðisins, sem varð á vegi klifrara í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klifurfélagi ÍA.

Hefur því leiðunum Bremsufarinu, Flórídaskaganum og Bakþönkum verið lokað þar til annað verður tilkynnt. Klifrarar eru beðnir að halda sig frá þessum hluta hamarsins þangað til hrafnarnir eru farnir og ungar komnir úr hreiðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert