Mest virkni í nýju gígunum

Virkasti gígurinn sést vel á vefmyndavél mbl.is en gufan til …
Virkasti gígurinn sést vel á vefmyndavél mbl.is en gufan til hægri er ekki til merkis um nýtt gosop heldur brennandi mosa. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Mest gos­virkni er nú í nýj­ustu gíg­un­um á gossvæðinu og einkum í gígn­um sem sést á vef­mynda­vél mbl.is

Gufu legg­ur frá jörðinni í ná­grenni við virk­asta gíg­inn og vöknuðu þá grun­semd­ir meðal gosáhuga­manna um að nýr gíg­ur hefði opn­ast.

Nátt­úru­vár­fræðing­ur Veður­stofu á svæðinu staðfesti hins veg­ar að svo væri ekki, um væri að ræða brenn­andi mosa. 

Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu, seg­ir að hit­inn á svæðinu geri þetta að verk­um en eng­in virkni er leng­ur í syðsta gígn­um og þeim nyrsta, fyr­ir utan litla gufu sem legg­ur frá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert