Tókust á við sinueld í Eyjafirði

Um hálftíma tók að slökkva eldinn.
Um hálftíma tók að slökkva eldinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sinueldur kviknaði í Eyjafirði, við Laugaland, á sjötta tímanum í dag. 

Að sögn Friðriks Jónssonar, varðstjóra á vakt hjá Slökkviliði Akureyrar, breiddi hann töluvert úr sér en veðurskilyrði voru vel til þess fallin. 

„Það er vindur og allt mjög þurrt. Við sendum dælubíl á staðinn sem tókst að slökkva þennan eld tiltölulega auðveldlega,“ sagði Friðrik sem segir eldinn hafa verið nokkurn. 

Um hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert