Ríkislögreglustjóri kynnir nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á kynningarfundi í Katrínartúni sem stendur yfir frá klukkan 15 til 16.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fólu embætti ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar.
Hér má fylgjast með fundinum í beinu streymi:
Dagskráin er eftirfarandi:
Evrópuráðið áætlar að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi, að því er kemur fram í tilkynningu.
Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota gegn börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess.
Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur spurn eftir barnaníðsefni aukist.