Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem ber yfirskriftina Virkjum kraftinn, frá hugmynd á diskinn þinn.
Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði halda erindi á viðburðinum.
Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá Nýsköpunardeginum hér: