Covid-smit á Flúðum

Flúðir í flugsýn. Veiran er komin á svæðið.
Flúðir í flugsýn. Veiran er komin á svæðið. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn greind­ist smitaður af Covid-19 í Hruna­manna­hreppi í gær. Í ljósi þess að viðkom­andi á barn í grunn­skól­an­um á Flúðum var ákveðið, til að gæta ýtr­ustu var­kárni, að 4. og 5. bekk­ur skól­ans og kenn­ar­ar tengd­ir þeim, yrðu heima í dag.

Nem­andinn er ein­kenna­laus og fer í sýna­töku í dag. Niðurstaða er vænt­an­lega í kvöld og þá verður tek­in ákvörðun með fram­haldið, að sögn Hall­dóru Hjör­leifs­dótt­ur, odd­vita Hruna­manna­hrepps. Nem­end­urn­ir í Flúðaskóla sem send­ir voru heim eru fimmtán og kenn­ar­arn­ir fimm.

Á Flúðum er haft sam­ráð við al­manna­varn­ir og heilsu­gæsl­una í Laug­ar­ási um fram­kvæmd aðgerða. Smitrakn­ing­ar­fólk vinn­ur nú að grein­ingu á hvaðan smitið sé komið.

„Þetta er í fyrsta sinn frá upp­hafi far­ald­urs­ins sem veir­an sting­ur sér niður hér í sveit,“ seg­ir Hall­dóra.

Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps.
Hall­dóra Hjör­leifs­dótt­ir er odd­viti Hruna­manna­hrepps. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert