Enginn sá hvað gerðist

Marek Moszczynski ásamt lögmanni sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni, í dómsal.
Marek Moszczynski ásamt lögmanni sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni, í dómsal. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég veit ekki hvað gerðist eða hvernig það gerðist því það sá það eng­inn,“ sagði Wieslaw Papacz, íbúi í hús­inu við Bræðra­borg­ar­stíg sem fuðraði upp í elds­voða 25. júní síðasta sum­ar. 

Ma­rek Moszczynski, pólsk­ur karl­maður á sjö­tugs­aldri, er ákærður fyr­ir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps með því að hafa kveikt í á þrem­ur stöðum í hús­inu við Bræðra­borg­ar­stíg. Þrír lét­ust í brun­an­um. Ma­rek neit­ar sök en hann er met­inn ósakhæf­ur sam­kvæmt yf­ir­mati geðlækna.

Hegðaði sér und­ar­lega

Wieslaw, sem bar vitni í gegn­um síma í aðalmeðferð í máli gegn Ma­rek í dag vegna þess að hann er í Covid-ein­angr­un, sagði að hegðun Ma­reks hefði verið skrít­in áður en eld­ur­inn kom upp. Hann hafi labbað um ör og verið öðru­vísi en áður.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann hafi komið tvisvar inn til Wieslaw og ná­granna­konu þeirra í hús­inu, sagt eitt­hvað og farið út.

„Ég var að horfa á sjón­varpið og var á net­inu og fór fyr­ir til­vilj­un fram og var í sjokki að sjá á hvaða stig eld­ur­inn var kom­inn,“ sagði Wieslaw en hann fór fram úr her­bergi sínu kannski klukku­stund eft­ir að Ma­rek kom þar í seinna skiptið. 

Haldið sof­andi í mánuð

Hann fór fljótt aft­ur inn í her­bergi og vildi fara út um glugg­ann en glugg­inn var of lít­ill og Wieslaw sá reyk­inn koma und­ir hurðina inn í her­bergi hans.

„Ég ákvað að fara í gegn­um gang­inn, setti sæng á mig og fór þá leið. Það var erfitt að anda en ég náði að kom­ast út,“ sagði hann.

Hann var með bruna­sár á hönd­um, baki og víðar eft­ir að hafa kom­ist út. Hann dvaldi í tvo mánuði á spít­ala og var þar af haldið sof­andi í mánuð. Hann hef­ur þurft að gang­ast und­ir húðágræðslu vegna sára sinna.

Spurður al­mennt um líðan eft­ir brun­ann sagði Wieslaw að hann færi til lækna, sjúkraþjálf­ara og sál­fræðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert