Fyrsta flug Play dagsett 24. júní

Leynd er yfir fyrsta áfangastað Play.
Leynd er yfir fyrsta áfangastað Play. mbl.is/Hari

Samkvæmt áætlunum flugfélagsins Play er gert ráð fyrir að hefja flug hinn 24. júní, en mikil leynd hvílir yfir áfangastaðnum.

Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Búist er við því að áfangastaðurinn verði tilkynntur bráðlega þar sem tíma þurfi til að selja miða í umrætt flug.

Þá herma heimildir blaðsins einnig að lokaúttektir Samgöngustofu standi nú yfir og gert sé ráð fyrir að Play fái útgefið flugrekstrarleyfi í byrjun maí. Þrjár Airbus-vélar af gerðinni A321-NEO verða skráðar á leyfið og nemur hámarksfjöldi sæta í slíkum vélum 244, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert