Lýsa eftir Eyþóri Magnúsi

Eyþór Magnús Kjartansson
Eyþór Magnús Kjartansson Ljósmynd/Samsett

Eyþórs Magnúsar Kjartanssonar, 74 ára, er saknað og hefur ekkert spurst til hans frá því á sunnudag, en síðast sást til hans á Mýrum við Borgarnes þar sem hann á sumarhús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú síðdegis lýst eftir Eyþóri og er óskað eftir því að þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans hafi samband við neyðarlínuna 112.

Eyþór er sagður vera til heimilis í Miðholti 7 í Mosfellsbæ. Honum er lýst sem grönnum með lítið og þunnt hár, 175 sentímetrum á hæð, ljósum á hörund og með skarpa andlitsdrætti. Eyþór er yfirleitt í svartri úlpu, gallabuxum og íþróttaskóm.

Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni YM-894, sem er grá Subaru Forester.

Uppfært kl. 23.06: Maðurinn er fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert