Níu þúsund manns verða bólusettir í Laugardalshöll í dag

Beðiðð eftir bóluetningu í Laugardalshöll.
Beðiðð eftir bóluetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um níu þúsund manns verða bólusettir við Covid-19 í Laugardalshöllinni í dag. Dagurinn er sá stærsti í bólusetningum frá því þær hófust hér á landi. Einnig verður bólusett víðar um land en ekki fengust upplýsingar um fjölda skammta á landsbyggðinni.

Bólusett verður með bóluefni frá AstraZeneca í dag en Íslendingar fengu 16 þúsund skammta að láni hjá Norðmönnum, sem hafa gert hlé á notkun þess. Lánsskammtarnir verða notaðir í dag. Í gær var bólusett með bóluefni Pfizer og verður einnig bólusett með efni Janssen í vikunni.

Alls verða 26 þúsund skammtar gefnir í vikunni á landinu öllu, þar af fá 23 þúsund manns sinn fyrri skammt.

Bólusetningarnar fara fram í skugga fjölgunar smita. Sextán innanlandssmit greindust í fyrradag og ljóst að hópsýkingin sem upp kom um helgina í Þorlákshöfn hefur dreift úr sér. Grunnskólinn í Þorlákshöfn var lokaður í gær og greint var frá því á mbl.is að smit hefði verið staðfest í grunnskólanum um miðjan dag í gær. Gripið hefur verið til víðtækra lokana og takmarkana í Þorlákshöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðiu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert