Stórt bjarg mun hringsnúast í víðáttunni á Kili

Listaverkið verður umvafið fjallahringnum sem Anna Rún kynntist á æskuárum …
Listaverkið verður umvafið fjallahringnum sem Anna Rún kynntist á æskuárum og hefur umlukt hana í þrjátíu ár. Jarlhettur sjást í baksýn. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður fékk nýlega leyfi Bláskógabyggðar til að setja upp listaverk á Kili. Verkið á að standa uppi í þrjár vikur.

„Ég er búin að finna þarna stórt og mikið grjót, 2,5 tonn, sem ég ætla að vinna með. Það verður híft upp og sett á búnað sem lætur það hringsnúast. Þetta verður innsetning í landslagið,“ sagði Anna Rún. Hún sagði að framkvæmdin væri afturkræf og mun hún skila staðnum aftur eins og hún kom að honum.

„Endanleg útgáfa af þessu verður vídeóverk sem verður hluti af stórri þverfaglegri sýningu í Kassel í Þýskalandi sumarið 2022,“ sagði Anna Rún. Hún er ásamt Þorleifi Erni Arnarssyni að undirbúa sýninguna. Von er á erlendum tökumanni sem ætlar að vinna með þeim. Listaverkið mun standa uppi á Kili meðan á tökum stendur.

„Ef allt gengur að óskum langar mig að verkið verði sett upp aftur sumarið 2022, hvort sem það verður á Kili eða annars staðar, og fái að standa uppi meðan sýningin verður í Þýskalandi. Þá verður verkið opið almenningi,“ segir Anna Rún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert