Halla Sigrún Mathiesen, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir nauðsynlegt að hlutverk og umfang hins opinbera verði tekið til umræðu sem fyrst. Til þess gefist gott tækifæri nú í aðdraganda kosninga, að fram fari heildstæð umræða um það hvernig fólk vilji haga viðspyrnunni eftir að heimsfaraldrinum linni. Hvaða áherslur þjóðin vilji hafa, ekki síst í opinberum rekstri. Við blasi að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut og áður, hvað þá með inngrip af þeirri stærðargráðu sem brugðið hafi verið á í faraldrinum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Höllu Sigrúnu í Þjóðmálunum í dag, en þar er einmitt farið yfir nýútgefnar tillögur ungra sjálfstæðismanna um það hvað tekið geti við eftir kórónuveiruna. Þátturinn er opinn áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast á www.mbl.is/Dagmál