Vanfjármögnun ríkisins vandamálið

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar.
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. mbl.is/​Hari

Ekk­ert í skýrslu verk­efna­stjórn­ar um grein­ingu á rekstr­ar­kostnaði hjúkr­un­ar­heim­ila bend­ir til þess að eitt­hvað sé að í rekstri þeirra. Vanda­málið snýr að ábyrgðaraðilan­um, sem er ríkið.

Þetta seg­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is, en nefnd­in fundaði um skýrsl­una í morg­un.

Grafal­var­leg staða 

Helga Vala seg­ir skýrsl­una býsna skýra hvað varðar slæmt ástand við rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila. „Það er ekk­ert í skýrsl­unni sem bend­ir til að þetta sé hand­vömm rekstr­araðila,“ seg­ir hún. „Þetta snýr að ábyrgðaraðilum með rekstr­in­um, sem er ríkið, og ákvörðun um að van­fjár­magna þessa lög­bundnu þjón­ustu,“ bæt­ir hún við og seg­ir stöðuna grafal­var­lega. „Það er ekki hægt að bíða eft­ir næstu skýrslu. Það er alls óvíst hvort hjúkr­un­ar­heim­il­in lifi slíkt af.“

Hún nefn­ir að sveit­ar­fé­lög­in hafi verið að setja meira en tvo millj­arða króna í verk­efnið á síðustu árum. Það dugi þó ekki til. „Þetta er mjög skamm­ur tími sem skýrsl­an nær yfir en hún er samt að sýna al­var­leg­ar breyt­ing­ar í rekstr­in­um. Sá sem er að borga fyr­ir þjón­ust­una er ekki að borga nógu mikið og það er ríkið. Það er vand­inn og við því þarf að bregðast,“ grein­ir hún frá.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Svandís mæt­ir á morg­un

Gylfi Magnús­son, fyrr­ver­andi ráðherra, og Gísli Páll Páls­son, for­stjóri Grund­ar­heim­il­anna, sem voru báðir í starfs­hópn­um sem skilaði skýrsl­unni, voru gest­ir fund­ar­ins í morg­un. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur verið kölluð fyr­ir nefnd­ina á morg­un og seg­ir Helga Vala mjög fróðlegt að heyra hvað hún hef­ur til mál­anna að leggja.

Hún bend­ir á að rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila hafi margsinn­is verið rædd­ur í nefnd­inni. Sjálf­stæðir rekstr­araðilar og full­trú­ar sveit­ar­fé­laga hafi verið gest­ir henn­ar á und­an­förn­um mánuðum. Sami tónn­inn sé alls staðar sleg­inn.

Helga Vala seg­ir að tryggja þurfi kjör starfs­fólks hjúkr­un­ar­heim­ila. Ekki sé hægt að ganga út frá því að það sé til­búið að lækka í laun­um eða missa rétt­indi sín. Það sé á ábyrgð rík­is­ins að passa að það ger­ist ekki. Hún nefn­ir að ríkið hafi tekið þátt í lífs­kjara­samn­ing­un­um og að það sé grafal­var­legt ef það firri sig ábyrgð gagn­vart þeim.

Ræddu um lífs­sýni og per­sónu­vernd

Á fund­in­um var einnig rætt um flutn­ing lífs­sýna til grein­inga er­lend­is í tengsl­um við mál­efni Krabba­meins­fé­lags­ins. Að sögn Helgu Völu sner­ist umræðan um per­sónu­vernd­ar­mál en beðið er eft­ir minn­is­blaði frá Per­sónu­vernd þess efn­is. Það er vænt­an­legt á næstu tveim­ur vik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert