16 andlát og níu fengið blóðtappa

Gríðarlegur fjöldi hefur verið bólusettur undanfarna tvo daga.
Gríðarlegur fjöldi hefur verið bólusettur undanfarna tvo daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa 50 til­kynn­ing­ar borist til Lyfja­stofn­un­ar Íslands varðandi mögu­leg­ar al­var­leg­ar auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19. Af þeim eru 16 and­lát og níu vegna blóðtappa. Af þeim sem hafa lát­ist eru lang­flest­ir aldraðir og eða fólk með staðfesta und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Af öll­um al­var­legu til­kynn­ing­un­um vegna gruns um auka­verk­un hafa alls borist níu til­kynn­ing­ar um blóðtappa í kjöl­far bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19; fimm fyr­ir Vaxzevria (AstraZeneca), þrjár fyr­ir Com­irnaty (Bi­oNTech/​Pfizer) og ein fyr­ir bólu­efni Moderna.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari frá Lyfja­stofn­un við fyr­ir­spurn mbl.is. Þess ber að geta að mjög mik­ill mun­ur er á því hversu mikið hef­ur komið til lands­ins af hverju bólu­efni en lang­flest­ir hafa verið bólu­sett­ir með bólu­efni Pfizer en mjög fáir með bólu­efni Moderna. Byrjað var að bólu­setja með bólu­efni Jans­sen í gær og ekki kom­in nein reynsla á það hér á Íslandi. 

Líkt og fram kom í máli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna 15. apríl þá eru miklu meiri lík­ur á blóðtappa sem al­var­legri auka­verk­un Covid-19 en af bólu­setn­ingu við sjúk­dómn­um. Þar kom fram að 20-30% Covid-sjúk­linga fái blóðsega­vanda­mál. 0,1% al­menn­ings í Banda­ríkj­un­um fær blóðsega­vanda­mál ár­lega og 0,3% þeirra kvenna sem taka getnaðar­varna­pill­una fá blóðsega­vanda­mál að sögn Þórólfs.  

Í gær­morg­un höfðu 34.492 ein­stak­ling­ar verið full­bólu­sett­ir hér á landi eða 11,7% lands­manna. Bólu­setn­ing er haf­in hjá 52.546 ein­stak­ling­um. Alls hafa verið gefn­ir 121.530 skammt­ar af bólu­efni á Íslandi frá því bólu­setn­ing hófst í lok des­em­ber en þess­ar töl­ur eru frá því í morg­un. 

Lyfja­stofn­un hef­ur borist 781 til­kynn­ing­ um mögu­leg­ar auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­ing­ar við Covid-19. Alls 281 með bólu­efni Pfizer-Bi­oNTech, 173 með bólu­efni Moderna og 327 með AstraZeneca. Lang­flest­ar þeirra eru til­kynn­ing­ar um mögu­leg­ar væg­ar auka­verk­an­ir.

Lyfja­stofn­un tek­ur fram að þær töl­ur sem birt­ast á vef Lyfja­stofn­un­ar snúa að til­kynn­ing­um um grun um auka­verk­un og ekki er víst að til­kynn­ing­arn­ar end­ur­spegli raun­veru­leg­ar auka­verk­an­ir af bólu­efn­un­um en það er metið í hverju til­felli fyr­ir sig. 

„Þegar til­kynn­ing­ar ber­ast Lyfja­stofn­un er ekki vitað hvort um or­saka­sam­hengi milli bólu­setn­ing­ar og til­kynntra til­vika sé að ræða. Skoðun á öll­um til­kynn­ing­um er hluti af hefðbundnu lyfjagát­ar­kerfi Lyfja­stofn­un­ar, þar sem leit­ast er við að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um til­kynnt til­vik þegar upp­lýs­ing­ar sem geta varpað betra ljósi á til­vik­in skort­ir.

Til­kynn­ing­arn­ar eru síðan metn­ar ásamt öll­um öðrum til­kynnt­um til­vik­um í sam­evr­ópsk­um lyfjagát­ar­gagna­grunni (Eu­dra­vigil­ance), í sam­starfi við aðrar stofn­an­ir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upp­lýs­ing­ar í hverju til­felli fyr­ir sig en einnig skoða sam­nefn­ara á milli til­fell­anna, en reyn­ist mynstur svipað í til­kynnt­um til­fell­um styður það við mat á or­saka­sam­bandi,“ seg­ir í skrif­legu svari Lyfja­stofn­un­ar Íslands. 

Com­irnaty (Bi­oNTech/​Pfizer):

29 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar hafa borist.

  • 15 þeirra varða and­lát. 14 and­lát vörðuðu aldraða ein­stak­linga, 12 þeirra með staðfesta und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Eitt and­látið varðaði ein­stak­ling sem ekki var aldraður en með marga und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.
  • Af hinum 14 þá varða 10 sjúkra­hús­vist (þar af tvær lífs­hættu­legt ástand).
  • Fjór­ar til­kynn­ing­ar telj­ast klín­ískt mik­il­væg­ar og þar með flokkaðar sem al­var­leg­ar (til­kynn­ing­ar sem metn­ar eru sem klín­ískt mik­il­væg­ar geta varðað ýmis ein­kenni, t.d. blóðtappa þar sem ekki kom til inn­lagn­ar á sjúkra­hús.)
  • Ald­urs­bil sjúk­linga (5 ára ald­urs­bil) þar sem til­kynnt var um grun um al­var­lega auka­verk­un er 30-95 ára. Meðal­ald­ur er 80 ár. 

Covid-19 Vacc­ine Moderna:

Fimm al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar hafa borist.

  • Fjór­ar til­kynn­ing­ar varða sjúkra­hús­vist.
  • Ein til­kynn­ing telst klín­ískt mik­il­væg og þar með flokkuð sem al­var­leg (til­kynn­ing­ar sem metn­ar eru sem klín­ískt mik­il­væg­ar geta varðað ýmis ein­kenni, t.d. blóðtappa þar sem ekki kom til inn­lagn­ar á sjúkra­hús).
  • Ald­urs­bil sjúk­linga (fimm ára ald­urs­bil) þar sem til­kynnt var um grun um al­var­lega auka­verk­un er 20-45 ára. Meðal­ald­ur er 32,8 ár. 

Vaxzevria (AstraZeneca):

16 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar hafa borist.

  • Ein til­kynn­ing varðar and­lát eldri ein­stak­lings.
  • 12 til­kynn­ing­ar varða sjúkra­hús­vist (þar af ein lífs­hættu­legt ástand).
  • Þrjár til­kynn­ing­ar telj­ast klín­ískt mik­il­væg­ar og þar með flokkaðar sem al­var­leg­ar.
  • Ald­urs­bil sjúk­linga (fimm ára ald­urs­bil) þar sem til­kynnt var um grun um al­var­lega auka­verk­un er 25-75 ára. Meðal­ald­ur 51,2 ár.

Lyfja­stofn­un bár­ust 237 til­kynn­ing­ar um auka­verk­an­ir lyfja í mars, nokkuð fleiri en í fe­brú­ar, en álíka marg­ar og í janú­ar. Til­kynn­ing­ar hvers mánaðar á þessu ári eru þó fleiri en áður bár­ust að jafnaði á heilu ári. Flest­ar til­kynn­ing­anna í mars voru tengd­ar bólu­efn­um gegn Covid-19 eða um 94%.

Af þess­um til­kynn­ing­um tengd­ust 222 bólu­efn­um gegn COVID-19; 36 vegna Com­irnaty (Bi­oNTech/​Pfizer), 23 vegna bólu­efn­is Moderna, og 163 vegna Vaxzevria frá AstraZeneca.

Fimmtán til­kynn­ing­anna tengd­ust öðrum lyfj­um. Tutt­ugu og níu af til­kynn­ing­um mars­mánaðar voru vegna gruns um al­var­lega auka­verk­un. Tutt­ugu og tvær þeirra tengd­ust bólu­efn­um; tíu vegna bólu­efn­is Pfizer, tíu vegna AstraZeneca, og tvær vegna Moderna. Hinar sjö tengd­ust öðrum lyfj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert