Jarðskjálfti af stærð 3,8 reið yfir klukkan 11.38 fyrir hádegi í dag.
Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar, en hann átti upptök sín á Mosfellsheiði, norðaustur af Hengli og suðvestur af Þingvallavatni.
Hrina skjálfta var á sama svæði í nótt, en um 130 smáskjálftar mældust þá, flestir um og eftir klukkan 03.30.
Á Hengilssvæðinu varð síðast skjálfti yfir þremur að stærð í nóvember á síðasta ári.