„Allt gekk samkvæmt áætlun í nótt og er nú hráefni komið í ofninn og skorsteinum hefur verið lokað,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Uppkeyrslu verksmiðjunnar fylgdi einhver reykur og brunalykt.
Í nótt var álagið á ofni verksmiðjunnar aukið til að ná upp stöðugum ljósboga í honum, en undanfarna daga hefur ofninn verið á vægu afli til að baka fóðringar.
Allt gekk samkvæmt áætlun í nótt og er nú hráefni komið í ofninn og skorsteinum hefur verið lokað.
Posted by PCC BakkiSilicon on Thursday, 29 April 2021
Fyrsta skipið með hráefni fyrir ofna kísilversins kom til hafnar í Húsavíkí lok mars. Um var að ræða fyrstu hráefnissendingu í marga mánuði, en PCC greip til tímabundinnar stöðvunar á ljósbogaofnum kísilversins á síðasta ári til að gera endurbætur á reykhreinsivirki þess. Á þeim tíma var fjölda fólks sagt upp.