Flugvél brotlenti á Hólmsheiði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Lítil fisflugvél með tvo innanborðs brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði, austan Reykjavíkur, á níunda tímanum í kvöld. Mennirnir eru ekki alvarlega slasaðir, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir voru rétt komnir í loftið frá flugvellinum þegar vélartruflanir gerðu vart við sig og ákváðu þeir að snúa vélinni. Hún lenti á hvolfi við enda flugbrautarinnar. Þegar slökkvilið kom á vettvang var annar maðurinn standandi en hinn með áverka á fæti. Voru þeir báðir fluttir á slysadeild til skoðunar.

Einn dælubíll var sendur vegna eldsneytisleka, en hann er minni háttar að sögn Sigurjóns enda flugvélin lítil. Atvikið hefur verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa og er rannsókn hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert