Fyrst kvenna til að þjóna í Reykholti

Séra Hildur Björk Hörpudóttir.
Séra Hildur Björk Hörpudóttir.

Séra Hildur Björk Hörpudóttir verður næsti sóknarprestur á hinum sögufræga stað Reykholti í Borgarfirði. Hún tekur við af séra Geir Waage, sem lét af prestsskap um síðustu áramót, eftir að hafa þjónað Borgfirðingum í 42 ár.

Kirkja hefur staðið í Reykholti síðan á 11. öld og er séra Hildur Björk fyrsta konan sem gegnir þar prestsþjónustu.

Umsóknarfrestur um Reykholtsprestakall, Vesturlandsprófastsdæmi, rann út 25. febrúar sl. Kjörnefnd kom saman í vikunni og kaus sr. Hildi Björk til starfans. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfesti ráðningu hennar. Ekki var gefið upp hve margir sóttu um prestsstarfið.

Séra Hildur Björk Hörpudóttir fæddist í Reykjavík 1980. Hún starfar nú sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu. Sr. Hildur Björk lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands 2015, MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert