Loka fyrir umferð í friðlandi Gróttu

Umferð fólks í friðlandinu Gróttu er bönnuð á tímabilinu 1. …
Umferð fólks í friðlandinu Gróttu er bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. mbl.is/Hari

Umferð fólks í friðlandinu Gróttu er bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Enn fremur er akstur á svæðinu bannaður á þessum tíma. Þessi ákvæði friðlýsingarinnar eru til verndunar fuglalífs á varp- og ungatíma. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. 

Frá 15. júlí er gangandi fólki heimil för um svæðið og eftir fjörum eða öðrum opnum gönguleiðum en akstur er háður leyfi Umhverfisstofnunar.

Óheimilt er að fara með hunda um friðlandið og hvers konar vist hunda er það bönnuð allt árið. Viðurlög vegna brota á reglum þessum fara eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Óæskilegt er einnig að trufla fuglalífið í Gróttu, friðlandinu Bakkatjörn og á nærliggjandi varps- og uppeldisvæði fugla, t.a.m. með notkun dróna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert