Pfizer gefur áfram í

Frá móttöku bóluefna í húsnæði Distica í lok síðasta árs.
Frá móttöku bóluefna í húsnæði Distica í lok síðasta árs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bóluefnasendingar af bóluefni gegn Covid-19 frá lyfjafyrirtækinu Pfizer hafa stækkað að undanförnu og verður engin breyting þar á á næstunni, að sögn Júlíu Rósar Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica, sem sér um dreifingu bóluefna gegn Covid-19. 

Nóg er að gera hjá Distica eins og öðrum sem koma að bólusetningunni þessa dagana. 

„Við erum alltaf að sjá stærri og stærri sendingar, sérstaklega frá Pfizer, enda alltaf metdagar í bólusetningum,“ segir Júlía. 

Vantar áætlun frá Janssen og AstraZeneca

Óvenju margir skammtar bárust til landsins í síðustu viku þar sem lánsskammtar af bóluefni AstraZeneca frá Noregi bættust við sendingar til Íslands. Spurð um framhaldið segir Júlía:

„Við erum komin með afhendingaráætlun frá Pfizer fyrir maí og júní og þar erum við að sjá aukningu. Það er ekki komin afhendingaáætlun frá hinum. Við erum komin með afhendingaráætlun frá Moderna, frá þeim kemur svipað magn og vant er, en okkur vantar áætlun frá Janssen og AstraZeneca.“

Eins og mbl.is greindi frá í dag verður næst bólu­sett í Laug­ar­dals­höll á þriðju­dag. Þá er stefnt á að bólu­setja 10.000 manns með bólu­efni Pfizer. Á miðviku­dag fá vænt­an­lega 4.300 manns bólu­efni Moderna og á fimmtu­dag er út­lit fyr­ir að 4.000 manns fái bólu­efni Jans­sen. Það hef­ur ekki verið notað í höfuðborg­inni fram að þessu svo um eins kon­ar tíma­mót verður að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert