Ráða nýtt fólk vegna styttri vakta

Landspítali. Vinnutími 3.000 vaktavinnustarfsmanna styttist 1. maí.
Landspítali. Vinnutími 3.000 vaktavinnustarfsmanna styttist 1. maí.

Ráða þarf töluverðan fjölda nýrra starfsmanna á stofnunum hjá ríki og sveitarfélögum til að fylla upp í það mönnunargat sem myndast við styttingu vinnuviku vaktavinnufólks, sem tekur gildi 1. maí.

Eins og staðan er í dag vantar um 120 stöðugildi á Landspítalanum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf að ráða á þriðja tug lögreglumanna, þar af 16 á almenna deild.

Fjölgað er um 14 starfsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins núna en þar er breytingin innleidd í tveimur áföngum á þessu og næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morguunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert