Sá hundraðþúsundasti bólusettur

Mögulegt er að bólusetja mikinn fjölda fólks í Laugardalshöll samtímis.
Mögulegt er að bólusetja mikinn fjölda fólks í Laugardalshöll samtímis. mbl.is/Árni Sæberg

Bólu­setn­ing í Laug­ar­dals­höll hef­ur gengið vel í dag og er bólu­setn­ingu 5.000 manns þar í dag nú þegar lokið, að sögn Jór­laug­ar Heim­is­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðings. Bólu­setja á 8.000 manns í höll­inni í dag en bólu­setn­ing fer einnig fram víða um land í dag. 

Gera má ráð fyr­ir því að fjöldi bólu­settra sé því kom­inn vel yfir 100.000 þar sem fjöldi bólu­settra á landsvísu var 98.000 í gær. 

„Við boðuðum þá sem fædd­ir eru 1961 og eldri í dag en við erum búin að boða all­an '62 ár­gang­inn og erum að fara að boða '63 ár­gang­inn,“ seg­ir Jór­laug. 

Jans­sen tekið í notk­un í borg­inni í næstu viku

„Það hef­ur gengið mjög vel og verið mjög góð mæt­ing. Við erum glöð með þátt­tök­una,“ seg­ir Sig­ríður Dóra Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, í sam­tali við mbl.is um stöðuna. 

Næst verður bólu­sett í Laug­ar­dals­höll á þriðju­dag, þá er stefnt á að bólu­setja 10.000 manns með bólu­efni Pfizer. Á miðviku­dag fá vænt­an­lega 4.300 manns bólu­efni Moderna og á fimmtu­dag er út­lit fyr­ir að 4.000 manns fái bólu­efni Jans­sen. Það hef­ur ekki verið notað í höfuðborg­inni fram að þessu svo um eins kon­ar tíma­mót verður að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert