Sjálfsafgreiðsla allt að 85% af sölunni

Sjálfsafgreiðsla í Krónunni.
Sjálfsafgreiðsla í Krónunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir hlutfall sjálfsafgreiðslu vera orðið allt að 80% þar sem það er hæst.

Innleiðing á sjálfsafgreiðslukössum í matvöruverslunum Haga hófst í júní 2018 þegar fyrstu kassarnir litu dagsins ljós í verslun Bónuss á Smáratorgi en að sögn Finns heyra biðraðir nú nánast sögunni til í matvöruverslunum Haga.

Krónan setti upp fyrsta sjálfsafgreiðslukassann árið 2007 í versluninni á Bíldshöfða. Það var svo í mars 2018 sem Krónan setti upp núverandi kynslóð af sjálfsafgreiðslukössum í Krónunni Nóatúni og var þeim fjölgað hratt í kjölfarið hjá keðjunni.

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir hlutfall sjálfsafgreiðslu vera orðið um það bil 70% að meðaltali í verslunum Krónunnar. Gunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs hjá Samkaupum, segir hlutfall sjálfsafgreiðslu vera orðið um 50% að jafnaði í verslunum Samkaupa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert