Skipaáhafnir færast einnig framar

mbl.is/Sigurður Bogi

Flug- og skipaáhafnir sem þurfa að dvelja erlendis vegna sinna starfa lengur en sólarhring í senn munu fá bólusetningu með hópi 8. Í þeim hópi voru fyrir starfsmenn leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.

Boðunarleið: Vinnuveitandi skilgreinir lista, dregnir frá þeir sem tilheyra fyrri hópum, áður smitaðir eða með mótefni, boðað með sms í miðlægu kerfi.

Fyrirtæki í flug- og skiparekstri á þessum vettvangi eru beðin um að taka saman lista yfir starfsmenn sem þetta á við um en starfsmenn fyrirtækja sem eru í rekstri hér á landi geta ekki sjálfir skráð sig í þessa hópa.

Starfsmenn erlendra fyrirtækja sem eru búsettir hér á landi geta sent sóttvarnalækni erindi í gegnum mottaka@landlaeknir.is ef þeir hafa ekki nú þegar tengilið hjá sóttvarnalækni.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert