Sviðsettu morðið í Rauðagerði

Grunaður leiddur fyrir dómara. Játning liggur fyrir í málinu.
Grunaður leiddur fyrir dómara. Játning liggur fyrir í málinu. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sviðsetti í morgun morðið í Rauðagerði, sem átti sér stað þar í febrúar.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknadeild, í samtali við mbl.is. Vísir greindi fyrst frá.

Götunni var lokað fyrir umferð á tveimur stöðum á meðan lögregla athafnaði sig, en talsverður fjöldi lögreglumanna var á vettvangi.

Skotinn níu sinnum

Al­bönsk­um karl­manni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt við götuna rétt fyr­ir miðnætti 13. fe­brú­ar. Var hann skotinn níu sinnum með byssu, sem lögregla fann í sjó við höfuðborgina.

Tekið var sérstaklega fram, á blaðamannafundi vegna málsins í lok síðasta mánaðar, að fylgst verði áfram með fram­vindu mála varðandi mögu­leg­ar hefnd­araðgerðir. Lög­regla tel­ur sig vita ástæðu morðsins en hefur ekki upplýst um hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert