„Þetta er okkar gos“

Seglsnekkjan A hefur undanfarið verið utan við Akureyri. Hún er …
Seglsnekkjan A hefur undanfarið verið utan við Akureyri. Hún er í eigu rússnesks auðjöfurs. mbl.is/Margrét Þóra

„Það er óhætt að segja að snekkj­an hafi vakið óskipta at­hygli,“ seg­ir Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri Hafna­sam­lags Norður­lands, og bæt­ir við: „Þetta er okk­ar gos.“

Seglsnekkj­an A hef­ur und­an­farn­ar rúm­lega tvær vik­ur lónað utan við Ak­ur­eyri, einkum við Krossa­nes­vík­ina en í byrj­un vik­unn­ar færði hún sig inn á Poll­inn og lá und­ir Vaðlaheiðinni á móts við Ak­ur­eyri.

Pét­ur seg­ir alltaf gam­an að hafa fal­leg fley á Poll­in­um og deil­ir þeirri skoðun ef­laust með fjöl­mörg­um öðrum bæj­ar­bú­um og nærsveita­mönn­um sem hafa verið dug­leg­ir að taka mynd­ir af snekkj­unni og pósta á sam­fé­lags­miðlum. Snekkj­an er aft­ur kom­in á „forn­ar slóðir“ við Krossa­nes, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Snekkj­an A er í hópi þeirra stærstu í heimi og það er ástæða þess að hún hef­ur að mestu haldið sig norðan við bæ­inn, fyr­ir­ferðin er það mik­il að ekki er loku fyr­ir það skotið að hún gæti truflað flug­um­ferð. Snekkj­an er 142 metra löng og möstr­in, sem eru þrjú, ná um 100 metra hæð. Það eru ein­mitt þau sem hugs­an­lega gætu valdið flug­vél­um trufl­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert