Fyrsti vinningur upp á rúma 5,2 milljarða gekk ekki út í Eurojackpot þessa vikuna og verður vinningurinn því tvöfaldur í næstu viku.
Átta vinningshafar skipta hins vegar með sér öðrum vinningu og hlýtur hver þeirra rúma 41 milljón króna. Fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð og einn í Finnlandi.
Þá voru níu með þriðja vinning og fær hver þeirra um 13 milljónir króna í sinn hlut. Sjö þeirra voru keyptir í Þýskalandi, einn í Svíþjóð og einn í Noregi.
Heppnastur Íslendinga var miðahafi sem hafði fjórar tölur réttar í réttri röð í Jókernum en hann hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur á lotto.is.
Tölur kvöldsins í Eurojackpot: 23 27 34 40 43
Jókertölur: 3 4 6 2 9