Fimm smit innanlands

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Daginn áður greindist annar þeirra tveggja sem biðu eftir niðurstöðu mótefnamælingar með virkt smit en hinn bíður enn niðurstöðu mótefnamælingar.

Nú eru 190 í einangrun og 572 í sóttkví. Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Alls eru 1.006 í skimunarsóttkví.

Tekin voru 1.398 sýni innanlands í gær og 405 á landamærunum.

Ný­gengi smita inn­an­lands síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa er nú 48,5 og 2,5 á landa­mær­un­um.

Alls eru 56 börn í ein­angr­un með kór­ónu­veiruna á Íslandi í dag. Tvö börn á fyrsta ári eru með smit, 35 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 14 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fimm í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 26 smit, 37 smit er í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 33 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 27 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, 10 meðal fólks á sjö­tugs­aldri og einn á átt­ræðis­aldri er með Covid-19.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka