Framlengir reglugerð um endurgreiðslur fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að fram­lengja um einn mánuð reglu­gerð 1255/​2018 um end­ur­greiðslu kostnaðar vegna þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna sem starfa án samn­ings við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands.

Ráðherra árétt­ar að í reglu­gerð nr. 1350/​2020 um greiðsluþátt­töku sjúkra­tryggðra í kostnaði vegna heil­brigðisþjón­ustu er sett fram há­mark á greiðslur sjúkra­tryggðra fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu á til­teknu tíma­bili, að því er seg­ir á vef heil­brigðisráðuneyt­is­ins. 

„Þetta er mik­il­væg­ur hluti af því að tryggja öll­um sem best­an aðgang að heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag. Þrátt fyr­ir það hafa sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækn­ar í sum­um til­vik­um sett gjald­skrár sem standa til hliðar við op­in­bera kerfið sem veld­ur því að sjúk­ling­ar þurfa að greiða tvo reikn­inga þegar þeir sækja þjón­ustu sér­greina­lækna. Ann­an þeirra fá þeir end­ur­greidd­an í hlut­falli við heild­ar­út­gjöld sín til heil­brigðisþjón­ustu. Hinn reikn­ing­inn þurfa þeir að greiða að fullu til sér­greina­lækn­is­ins og fá sjúk­ling­ar þann kostnað ekki end­ur­greidd­an og hann reikn­ast ekki til af­slátt­ar af heild­ar­út­gjöld­um sjúk­lings­ins. Gjöld­in standa því kerfi fyr­ir þrif­um sem sett hef­ur verið upp af hinu op­in­bera með hags­muni sjúk­linga að leiðarljósi. Heil­brigðisráðherra bein­ir þeim til­mæl­um til sér­greina­lækna sem hyggj­ast hafa milli­göngu um end­ur­greiðslur sjúkra­trygg­inga á hlut sjúk­linga sinna að þeir starfi í sam­ræmi við greiðsluþátt­töku­kerfið sem trygg­ir sjúk­ling­um sann­gjarna greiðsluþátt­töku,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Nán­ar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert