Hélt syni yfir svalahandriði

Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem var sumarið 2019 dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að halda þriggja ára syni sínum yfir svalahandriði íbúðar, sveifla honum og hóta að sleppa drengnum.

Atvikið átti sér stað í ágúst 2014.

Maðurinn var enn fremur fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni en hann réðst í kjölfarið á lögregluþjón. 

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en var sakfelldur fyrir bæði brotin. 

Sam­kvæmt niður­stöðu geðlækn­is var maður­inn met­inn sak­hæf­ur. Maður­inn er ör­yrki en þrátt fyr­ir sjúk­dóm sinn „er hann sjálf­bjarga og tek­ur þátt í upp­eldi son­ar síns“ að því er seg­ir í dómn­um. Þar seg­ir enn­frem­ur að maður­inn hafi neytt ró­andi og örv­andi lyfja í bland við áfengi á þeim tíma þegar at­vikið átti sér stað. 

Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða sak­ar­kostnað og mál­svarn­ar­laun verj­anda síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert