Laugavegurinn opnar fyrir umferð í nótt

Laugavegur sl. sumar.
Laugavegur sl. sumar. Ljósmynd/mbl.is

Laugavegur verður, tæknilega séð, opinn bílaumferð frá og með miðnætti í nótt og þangað til annað verður samþykkt í borgarstjórn, líklega á þriðjudaginn. 

Borgarráð samþykkti í fyrra haust að hinar svo­kölluðu sum­ar­göt­ur á Lauga­vegi milli Frakka­stígs og Klapp­ar­stígs, og Vatns­stíg­ur milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu yrðu áfram tíma­bundn­ar göngu­göt­ur til 1. maí 2021.

Skipu­lags- og sam­gönguráð og borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykktu að aug­lýsa eft­ir til­lögu að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir Lauga­veg­inn sem göngu­götu.

Gert var ráð fyr­ir að deili­skipu­lagið yrði af­greitt á fyrsta fjórðungi árs­ins 2021 og að það tæki gildi fyr­ir 1. maí.  Það hefur ekki verið gert.

Lagt var til í skipulags- og samgönguráði að framlengja á ný undanþáguákvæði um tímabundna lokun. Mótatkvæði bárust bæði í borgarráði og skipulags- og samgönguráði. Þarf af leiðandi þarf málið að fara fullnaðarafgreiðslu í borgarstjórn. 

Borgarstjórn kemur ekki saman fyrr en á þriðjudaginn, 4. maí næstkomandi. 

Vigdís Hauksdóttir vekur athygli á málina á Facebook-síðu sinni. „Sem betur fer yfir Reykvíkinga og alla landsmenn þá áttuðu þau sig á þessu allt of seint,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert