Laugavegur verður, tæknilega séð, opinn bílaumferð frá og með miðnætti í nótt og þangað til annað verður samþykkt í borgarstjórn, líklega á þriðjudaginn.
Borgarráð samþykkti í fyrra haust að hinar svokölluðu sumargötur á Laugavegi milli Frakkastígs og Klapparstígs, og Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu yrðu áfram tímabundnar göngugötur til 1. maí 2021.
Skipulags- og samgönguráð og borgarstjórn Reykjavíkur samþykktu að auglýsa eftir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu.
Gert var ráð fyrir að deiliskipulagið yrði afgreitt á fyrsta fjórðungi ársins 2021 og að það tæki gildi fyrir 1. maí. Það hefur ekki verið gert.
Lagt var til í skipulags- og samgönguráði að framlengja á ný undanþáguákvæði um tímabundna lokun. Mótatkvæði bárust bæði í borgarráði og skipulags- og samgönguráði. Þarf af leiðandi þarf málið að fara fullnaðarafgreiðslu í borgarstjórn.
Borgarstjórn kemur ekki saman fyrr en á þriðjudaginn, 4. maí næstkomandi.
Vigdís Hauksdóttir vekur athygli á málina á Facebook-síðu sinni. „Sem betur fer yfir Reykvíkinga og alla landsmenn þá áttuðu þau sig á þessu allt of seint,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is.