„Mjög sláandi“ umfjöllun

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/mbl.is

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir upplýsingarnar sem komu fram í þætti Kveiks í gærkvöldi um íslensku lífeyrissjóðina og félagið Init vera sláandi.

„Ef satt reynist finnst mér augljóst að auðvitað hljóta lífeyrissjóðirnir að bregðast við þessu. Lífeyrir landsmanna er mjög verðmæt eign og sameiginleg eign og það þarf að fara vel með hann,“ segir Drífa, spurð út í þáttinn.

Í umfjöllun Kveiks kom fram að grunur leikur á um að íslenskir lífeyrissjóðir hafi um árabil greitt félaginu Init og tengdum félögum í eigu þess hundruð milljóna króna fyrir rekstur tölvukerfis sem geymir persónuupplýsingar um 100 þúsund Íslendinga. Fjármunirnir virðast svo streyma í skyld félög Init sem hafa enga starfsemi og virðast þjóna þeim eina tilgangi að greiða hluthöfum þeirra arð.

Tölvukerfið Jóakim, sem heldur utan um réttindi starfsmanna, er í eigu 10 lífeyrissjóða, en Init annast rekstur kerfisins.

Drífa segist ekkert hafa vitað þetta mál áður en greint var frá því í þættinum í gærkvöldi. Spurð hvort ASÍ geti aðhafst eitthvað í málinu segir hún þau vera með fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóðanna og reiknar hún með því að málið verði tekið upp hjá öllum lífeyrissjóðunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert