Mikil mildi þykir að bílstjóri mjólkurbíls hafi sloppið ómeiddur þegar bíllinn valt út af veginum fyrir neðan Hranastaði í Eyjafjarðarsveit í hádeginu og hafnaði á hvolfi. Töluvert af mjólk fór til spillis.
Fyrst var greint frá óhappinu á vef RÚV.
Varðstjóri slökkviliðs segir í samtali við mbl.is að svo virðist sem vegurinn hafi látið undan þegar mjólkurbíllinn mætti öðrum bíl.
Meira tjón varð á bílnum farþegamegin, þar sem enginn sat.