Opna nýja verslun í Reykjanesbæ

Ný verslun opnuð í Reykjanesbæ.
Ný verslun opnuð í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Rúmfatalagerinn

Rúmfatalagerinn stefnir á að opna nýja verslun í síðari helming maímánuðar á Fitjum í Reykjanesbæ og er þetta í fyrsta verslunin sem fyrirtækið opnar á Reykjanesi.

Nýja verslun Rúmfatalagersins mun vera í húsnæðinu þar sem áður var að finna Hagkaup og deilir verslunin inngangi með Bónus.

Einnig er stefnt að breytingum í rekstri fyrirtækisins á Norðurlandi og er unnið að flutningi verslunar Rúmfatalagersins á Akureyri frá Glerártorgi í húsnæði sem nefnist Norðurtorg í Austursíðu 2. Verslunin ILVA verður einnig í þessu húsnæði.

Fram kemur í tilkynningu frá Rúmfatalagernum að verslunin á Fitjum mun vera sú fyrsta á Íslandi með nýja útlit alþjóðlega móðurfélagsins JYSK. Þar er notast við ný hillukerfi og uppstillingar í verslunarrýminu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert