Ósýnilegt lok útskýrir mistur í borginni

Mynd tekin fyrir ofan ósýnilega lokið í vikunni.
Mynd tekin fyrir ofan ósýnilega lokið í vikunni. Ljósmynd/Aðsend

Gráleitt mistur hefur verið áberandi á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhluta landsins undanfarna daga en um er að ræða gosmóðu sem hefur risið upp undir hitahvörf, sem eru áberandi í 750-1.500 metra hæð.

Þetta kemur fram í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Í samtali við mbl.is útskýrir Einar að hitahvörfin virki eins og nokkurs konar lok. „Gosmóðan rís upp frá eldstöðinni í hægum vindi og þar mætir það fyrirstöðinni, þessum hitahvörfum, sem eru eins og hálfgert ósýnilegt lok sem liggur yfir,“ útskýrir Einar.

Hér og þar hefur brennisteinstvíoxíðið sem komið er í gosinu mælst markvert en ekki þó ekki lengi á hverjum stað, segir meðal annars í færslu Einars.

Ofan hitahvarfanna og gosmóðunnar er loftið mjög tært.

Nú er bar að bíða eftir næstu rigningu, nú eða að sterkari vindar blási gosmóðunni á haf út,“ skrifar Einar á Facebook.

Þrátt fyrir gosmóðuna eru loftgæði á höfuðborgarsvæðinu sæmileg eða mikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka