Skilagjald á bíla verði hækkað

Ökutækjum fargað.
Ökutækjum fargað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur fulla ástæðu til að hækka umtalsvert skilagjald fyrir ökutæki sem afhent er á móttökustöð til förgunar.

Gjaldið er 20 þúsund krónur og hefur verið óbreytt í rúm sex ár. Hefur eftirlitið efasemdir um að þessi upphæð sé næg hvatning til eigenda að skila inn ökutækjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Heilbrigðiseftirlitið hafði afskipti af um eitt þúsund númerslausum ökutækjum sem lagt hafði verið á landi borgarinnar á síðasta ári. Stóran hluta þeirra þurfti að fjarlægja þar sem eigendur sinntu ekki aðvörun um að fjarlægja bílana sjálfir. Kostnaður við flutning og förgun 190 bíla þar sem eigendur fundust ekki eða vitjuðu ekki eignar sinnar féll á Reykjavíkurborg. 10

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert