126 konur leggja á Kvennadalshnúk

Hópurinn hefur æft stíft að undanförnu.
Hópurinn hefur æft stíft að undanförnu. Ljósmynd/Soffía G. Sigurgeirsdóttir

Vask­ur hóp­ur 126 kvenna er í þann mund að leggja á Hvanna­dals­hnúk í Öræfa­jökli, hæsta fjall lands­ins, eða Kvenna­dals­hnúk eins og hann þær kalla tind­inn af þessu til­efni.

Í hópn­um er val­in kona í hverju rúmi, en meðal göngu­kvenna eru Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir þingmaður, Ásta Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, og Krist­ín Linda Árna­dótt­ir, aðstoðarfor­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Lagt verður í hann klukk­an 23 í kvöld og áætlað að fyrstu kon­ur toppi hnúk­inn um klukk­an sjö í fyrra­málið og aft­ur niður síðdeg­is á morg­un. Þá verður hins veg­ar ekki lagst upp í rúm því þegar niður er komið bíður þeirra partí þar sem plötu­snúður­inn Na­talie Gunn­ars­dótt­ir mun sjá um að halda uppi stuðinu.

Göngukonur safna fyrir nýrri krabbameinsdeild Landspítalans sem meðal annars styrkir …
Göngu­kon­ur safna fyr­ir nýrri krabba­meins­deild Land­spít­al­ans sem meðal ann­ars styrk­ir skjól­stæðinga styrkt­ar­fé­lag­anna LÍF og Krafts. Ljós­mynd/​Soffía G. Sig­ur­geirs­dótt­ir

Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir, ein göngu­kvenn­anna, seg­ir að flest­ar séu þær að ganga svo krefj­andi göngu í fyrsta sinn en þær hafa æft stíft und­an­farn­ar vik­ur und­ir stjórn Bryn­hild­ar Ólafs­dótt­ur og Vil­borg­ar Örnu Giss­ur­ar­dótt­ur pólfara, sem eru leiðang­urs­stjór­ar í göng­unni.

„Þetta er sögu­legt enda í fyrsta sinn sem svona stór hóp­ur kvenna geng­ur upp á þenn­an hæsta tind. Og senni­lega er þetta stærsti hóp­ur sem hef­ur farið þessa dag­leið,“ seg­ir hún. Hópn­um er skipt niður á 18 lín­ur og hver þeirra leidd af einni jökla­leiðsögu­konu, en landslið jökla­leiðsögu­kvenna er með í för.

Í leiðinni safna þær pen­ing­um til styrkt­ar nýrri krabba­meins­deild Land­spít­al­ans, en hægt er að styrkja söfn­un­ina með því að leggja inn á reikn­ing 1161-26-9900, kt. 501219-2090, eða með því að senda á síma­núm­erið 789-4010 í AUR-app­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka