55 milljóna króna Lottóvinningur

Einn lottómiðakaupandi er 55 milljónum króna ríkari eftir útdrátt dagsins.
Einn lottómiðakaupandi er 55 milljónum króna ríkari eftir útdrátt dagsins. mbl.is/Golli

Einn var með allar tölur réttar í Lottó þessa vikuna. Viningsmiðinn var keyptur á lotto.is og fær miðahafi í sinn hlut rúmar 55 milljónir króna. 

Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningi og fær hver þeirra rúmar 135 þúsund krónur. Var einn miðinn keyptur í versluninni Euromarket á Smiðjuvegi, annar í N1 Ártúnshöfða en hinir gegnum lotto.is eða Lottó-appið.

Þá var einn miðahafi með allar tölur réttar í réttri röð í Jókernum og fær sá tvær milljónir króna.

Lottótölur kvöldsins eru: 12 18 26 32 38
Bónustala: 23
Jókertölur: 9 2 8 0 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert